Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að The International Whaling Commission - 261 svör fundust
Niðurstöður

Hvað eru mörg konungdæmi í Evrópu?

Í Evrópu eru 12 konungdæmi. Þau eru Andorra, Belgía, Bretland, Danmörk, Holland, Liechtenstein, Lúxemborg, Mónakó, Noregur, Spánn, Svíþjóð og Vatíkanið. Í flestum löndunum ber þjóðhöfðinginn titilinn konungur eða drottning, í Lúxemborg nefnist hann stórhertogi, fursti í Mónakó, Liechtenstein og Andorra og svo páfi...

Vestur-Evrópusambandið

Vestur-Evrópusambandið (VES; Western European Union, WEU) var stofnað árið 1954 sem varnarbandalag Evrópuríkja en það var leyst upp 30. júní 2011. Bandalagið byggðist á svonefndum Brussel-samningi (e. Brussels Treaty) um sameiginlegar varnir og samstarf í efnahags-, félags- og menningarmálum (e. Treaty on Economic...

Hversu mikið af regluverki ESB hefur verið innleitt í EES-landinu Íslandi í samanburði við ESB-landið Svíþjóð?

Á grunni EES-samningsins hefur Ísland fært regluverk sitt að regluverki Evrópusambandsins. Hlutfall þeirrar löggjafar sem Ísland tekur upp í gegnum samninginn er umdeilt og hafa verið nefndar mjög misháar tölur í því sambandi. Í Svíþjóð er áætlað að 80% af öllum reglum sambandsins hafi verið innleiddar í sænska lö...

Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 2. Aðdragandinn

Fyrsti vísirinn að Evrópusambandinu var Kola- og stálbandalagið (KSB) sem tók til starfa árið 1952. Að því stóðu sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland. Menn vildu koma í veg fyrir stríð á svæðinu í framtíðinni, kol og stál skiptu þá miklu í hernaði og mikilvægar námur voru á s...

Ef EES-reglugerð er vitlaust þýdd, gildir þá ranga þýðingin?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ef EES-reglugerð er innleidd í íslensk lög í rangri þýðingu hvort gildir þá upprunalega reglugerðin eða ranga íslenska þýðingin? Lögfræði, líkt og margar aðrar fræðigreinar, leggur mikið upp úr skýringu hugtaka. Úrlausn dómsmála sem varða mikilsverða hagsmuni getur ...

Eru Króatar heppileg viðbót við Evrópusambandið?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Má segja að núverandi viðhorf í Króatíu til hernaðar og þjóðernishreinsana falli vel að sögu og menningu Evrópu á 20. öld og að Króatar séu því heppileg viðbót í Evrópusambandið? Saga Evrópu á 20. öld er mörkuð djúpum sporum sundrungar, átaka og blóðsúthellinga og þar er...

Hver eru markmið Íslands á sviði sjávarútvegsmála í aðildarviðræðum við ESB?

Sem stendur er unnið að mótun samningsmarkmiða í sjávarútvegsmálum fyrir aðildarviðræður Íslands við ESB. Helstu áherslur snúa að fullu forræði Íslendinga í stýringu veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu, þar sem byggt verði á ráðgjöf íslenskra vísindamanna; óbreyttu framlagi sjávarútveg...

Er eitthvað til í því að í Evrópusambandinu sé bannað að nota kaffi til að drepa snigla?

Í Evrópusambandinu gilda strangar reglur um svonefnd plöntuvarnarefni, sem eru meðal annars notuð til að vernda plöntur gegn skaðlegum lífverum, en þau má hvorki setja á markað né nota nema að fengnu markaðsleyfi í aðildarríkjum ESB. Það er því óheimilt að framleiða vöru sem inniheldur kaffi/kaffikorg/koffín og ma...

Hvenær var heiminum fyrst skipt upp í heimsálfur?

Elsta dæmið um skiptingu heimsins í álfur er hjá Hekataiosi frá Míletos á 6. öld f.Kr. en hjá honum voru álfurnar tvær, Evrópa og Asía.1 Á dögum Heródótosar sagnaritara var hins vegar heiminum skipt í þrennt, Evrópu, Asíu og Líbýu.2 Líklega hafði Heródótos nokkur áhrif á að þrískiptingin varð ríkjandi til að lýsa ...

Hvaða fornu heimildir segja frá goðsögunni um Evrópu?

Vísað er til goðsagnar um Evrópu í elstu varðveittu hetjuljóðum Grikkja, sem eignuð eru hinum fornu höfuðskáldum Hómer og Hesíodosi.1 Í varðveittu kvæði um uppruna guðanna telur Hesíodos Evrópu meðal afkvæma guðsins Okeanosar. 2 Þau voru sett skör lægra en Ólympsguðir í stigveldi grískrar goðafræði. Þessi hugmynd ...

Eru Kínverjar að kaupa upp Evrópu?

Í stuttu máli er svarið nei. Beinar fjárfestingar kínverskra fyrirtækja, þar á meðal frá Hong Kong, í ríkjum Evrópusambandsins voru aðeins 5,23% af erlendum fjárfestingum innan sambandsins árið 2010. Þá er heildarvirði fjárfestinga (Foreign Direct Investment Stock) Kínverja í ESB-ríkjum aðeins 0,49% af heildarvirð...

Hagkvæmt myntsvæði

Hugtakið hagkvæmt myntsvæði (e. optimum currency area, OCA) er notað í kenningum hagfræðinga um það hvenær myntsamstarf ríkja borgar sig og hvenær ekki. Það á rætur að rekja til Roberts Mundell (1961), nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Hagkvæmt myntsvæði er svæði þar sem það hámarkar efnahagslega hagkvæmni svæði...

Er hugmyndafræði ESB byggð á sósíalisma?

Ef hægt er að tala um sérstaka hugmyndafræði Evrópusambandsins þá er hún varla byggð á einni tiltekinni stjórnmálastefnu því að helstu áhrifavaldar hennar eru ríkisstjórnir sem skipaðar eru flokkum með mismunandi hugmyndafræði. Ekki má heldur gleyma sérstökum hagsmunum aðildarríkja sem þau beita sér fyrir óháð rík...

Hvaða tungumál er mest talað í Evrópu?

Spurningunni er ekki auðsvarað. Ef aðeins er litið til þeirra landa sem aðild eiga að Evrópusambandinu tala flestir þýsku. Þýska er að sjálfsögðu opinbert mál í Þýskalandi þar sem rúmlega 82 milljónir manna búa. Þýska er einnig opinbert mál í Austurríki en svæðisbundið eru þar töluð málin króatíska, slóvenska og u...

Getið þið sagt mér hvar landamæri Evrópu liggja?

Skipting þurrlendis jarðar í heimsálfur er ekki náttúrulögmál heldur eingöngu hugmyndir manna sem hafa þróast öldum saman og tekið breytingum í takt við breytingar á heimsmyndinni. Eins og með önnur mannanna verk er þessi skipting langt frá því að vera óumdeild. Það er ekki aðeins deilt um það hvar mörk á milli he...

Leita aftur: